DansDagar er sex daga danshátíð sem fer fram dagana 19.–24. maí. Boðið verður upp á danstíma og vinnusmiðjur, opinbera viðburði, síðdegisviðburði, opið svið, danseinvígi og margt fleira! DansDagar er samstarfsverkefni Dansverkstæðisins og Íslenska dansflokksins. Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á þjálfun í dansi þar sem bæði dansarar og áhugafólk geta tekið þátt í spennandi dagskrá alla vikuna. Í þessari þriðju útgáfu DansDaga er sjónum beint að samspili samtímadans og samfélagsdans – hvernig við getum skapað samtal milli ólíkra danssamfélaga á Íslandi og hvernig dans getur verið sameiningarafl. Smiðjur og tímar fara fram á Dansverkstæðinu, en opna sviðið, danseinvígið og sýningarkvöldið fara fram á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Verið hjartanlega velkomin til að taka þátt í þessari einstöku upplifun og kynnast íslensku danssamfélagi! Heildardagskrá: https://id.is/dansdagar-2/

